Vodafone lækkar verð og stækkar pakka

Vodafone lækkar verð og stækkar pakka

Fjarskiptafyrirtækið Vodafone og afþreyingarfyrirtækið Sýn hefur tilkynnt að sjónvarpsáskrift hafi verið lækkuð á öllum pökkum sem boðið er upp á og að auki verði sumir pakkar stækkaðir. Það eru þó einhverjar breytingar sem gætu einnig haft áhrif á einhverja áskrifendur en netáskrift er ekki lengur í boði á 1000 krónur eins og 365-miðlar buðu uppá. Það eru samt nýir pakkar á leiðinni sem væntanlega bjóða upp á net og sjónvarpsáskrift.

Vodafone keypti á dögunum sjónvarpshluta 365-miðla og hefur nú lækkað verðin til að mæta markaðnum en fjölmargar streymisþjónustur eru fáanlegar á Íslandi eins og Netflix en einnig er hægt að kaupa áskriftir í gegnum Bandaríkin og Evrópu með því að nota svokallaða VPN tengingu en þá er t.d. Amazon Prime, Hulu og fleiri aðilar sem selja áskriftir á töluvert lægra verði en hefur verið í boði á Íslandi. 

Það er því eðlilegt að Vodafone/Sýn komi til móts við neytendur með því að lækka verðin, sérstaklega hvað varðar erlent efni. Hins vegar hefur Stöð 2 og Stöð 2 Sport stöðvarnar framleitt mjög vandað innlent efni eins og Domino´s-körfuboltann, Pepsi-deildina og íslenska þætti fyrir Stöð 2 sem eðlilegt er að neytendur greiði fyrir. Þessi framleiðsla er dýr en mjög metnaðarfull og það væri slæmt að missa hana af skjánum.

Verðin voru of há. Lægri verð séu svar við ytri samkeppni, gagnrýni neytenda og breyttri hegðun þeirra.
— Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar

Sýn virðist samt í fljótu bragði hafa tekið út tilboðin með að frí netáskrift fylgi sjónvarpsáskriftum en það er mögulegt að það samrýmist ekki samkeppnislögum - að eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins gefi þá þjónustu. Enda er Vodafone að selja netáskriftir og myndu væntanlega missa tekjur frá þeim viðskiptavinum sem nú þegar kaupa net af Vodafone og nú einnig sjónvarpsþjónustu.

Hvað sem því líður þá er gott að taka þetta skref núna og lækki verð á áskriftum. Það er fyrsta skrefið í átt að framtíðinni sem er öflug streymisþjónusta sjónvarpsefnis. Flestar erlendar sjónvarpsstöðvar hafa lagt meiri áherslu á að hafa góð notendaviðmót á netinu og í símaforritum enda er sá hópur sífellt að stækka sem vill ekki vera háður afruglurum. Þar þarf Vodafone reyndar að stíga á bensíngjöfina en mikil óánægja hefur verið með snjalltækjaforrit Vodafone sem er ekki stabílt eða þolir illa mikinn fjölda. Það þarf ekki annað en að kíkja á Twitter þegar stórleikir eru í fótboltanum til að sjá það.

Forstjóri Sýnar, Stefán Sigurðsson, staðfesti reyndar einmitt á Twitter að í bígerð væri nýtt app sem vonandi lægir óánægjuöldur þeirra sem nota netið og snjalltæki til að sjónvarpsáhorfs. Það er komin uppfærð útgáfa af Vodafone Play sem er með Chromecast og AirPlay en appið á langt í land með að vera sambærileg og t.d. Netflix eða Amazon Prime forritin. Enda hefur það oftar en ekki verið hökt og álag sem hefur mest farið í taugarnar á notendum.

Hér að neðan má sjá nokkra punkta sem Vodafone/Sýn hefur sent frá sér um breytingarnar.

 • Stök áskrift að Stöð 2 Sport verður í boði á 9.990 krónur og Sportpakkinn á 11.990 krónur (áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 krónur).
   
 • Streymisveitan Stöð 2 Maraþon stækkar og verð lækkar í 1.990 krónur (kostaði 2.990 krónur).
   
 • Skemmtipakkinn stækkar með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð breytist.
   
 • Stök áskrift að Stöð 2 lækkar í 6.990 krónur (kostaði 8.990 krónur).
   
 • Áskrift að Golfstöðinni lækkar í 3.990 krónur (kostaði 6.990 krónur).
Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar

Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar

Umfjöllun I Bose SoundSport Free eru hönnuð fyrir hreyfi-fíkla I UPPFÆRT

Umfjöllun I Bose SoundSport Free eru hönnuð fyrir hreyfi-fíkla I UPPFÆRT

hVAR er fjörið í því?

hVAR er fjörið í því?