Sagan á bakvið myndina I Þráinn Bertelsson

Sagan á bakvið myndina I Þráinn Bertelsson

Kristinn Ingvarsson var lengi ljósmyndari á Morgunblaðinu og er án efa einn af okkar bestu ljósmyndurum. Þessa frábæru mynd af Þráni Bertelssyni tók hann fyrir Moggann - en myndin var ekki notuð eftir allt saman.

Sagan er skemmtileg.

Þessa mynd af Þráni Bertelssyni, rithöfundi, kvikmyndagerðarmanni og fyrrum alþingismanni, tók ég haustið 2011. Tilefnið var ný bók, Fallið, sem fjallar um fall alkólistans.

Myndin er tekin í Kringlu Alþingishússins og andlit Þráins speglast í marmarasúlu þinghússins. Þröngur geisli sólarinnar sem var lágt á lofti lýsir upp andlitið. Mér fannst við hæfi að hafa þessi tvö andlit í mynd og hæfa tilefninu.

Ég tók bæði mynd á stafræna vél og svo þessa á Hasselblad filmuvél og Kodak TRI-X filmu. En svo fór að þessi mynd birtist ekki með viðtalinu við Þráinn,  hún passaði ekki í umbrotið.

- Kristinn Ingvarsson

Við mælum með að þið fylgið Kristni á Instagram. Notendanafnið er @kringvarsson

Trump er með einn iPhone bara fyrir Twitter

Trump er með einn iPhone bara fyrir Twitter

Tweetbot með nýja útgáfu fyrir Mac-notendur

Tweetbot með nýja útgáfu fyrir Mac-notendur