Instagram prófar "Þú ert búinn að skoða allt" fítus

Instagram prófar "Þú ert búinn að skoða allt" fítus

Samfélagsmiðillinn Instagram er að prófa nýjan fítus en það er svona "þú ert búinn að skoða allt" eða "You caught up" eins og finna má t.d. í sumum póstforritum og víðar. Þá segir Instagram þér þegar þú ert búinn að skoða nýjar færslur sem komu inn frá því seinast þú opnaðir appið.

Instagram vill meina að þetta minnki tímann sem þú eyðir í símanum og þetta sé til að einfalda notendum lífið. Það er hins vegar galli á gjöf Njarðar en Instagram raðar færslum ekki upp í tímaröð heldur velur það myndir sem forritið telur þig vilja sjá og því væri kannski ekki verra að bjóða bara upp á að raða færslum í tímaröð.

Þessi fítus er ekki kominn í Instagram en eftir prófanir þá ætti þetta að detta inn - nema þetta sé alls ekki málið og þá hendir Instagram þessu bara í ruslið.

instagram-caught-up.jpg
X-T100 er nýjasta græjan frá Fujifilm

X-T100 er nýjasta græjan frá Fujifilm

Trump er með einn iPhone bara fyrir Twitter

Trump er með einn iPhone bara fyrir Twitter