Trump er með einn iPhone bara fyrir Twitter

Trump er með einn iPhone bara fyrir Twitter

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer jafnan mikinn á Twitter en hann hefur komist ótrúlega nálægt því að setja þriðju heimsstyrjöldina af stað með undarlega orðuðum Twitter-færslum um hitt og þetta, eins og kjarnorkusprengjur.

Trump notast dags daglega við tvo iPhone síma en annar þeirra er einungis fyrir Twitter. Það er gert af öryggisástæðum en hann á samkvæmt reglum leiðbeiningum öryggissérfræðinga Hvíta Hússins að skipta um Twitter símann á mánaðar fresti - sem hann gerir ekki.

Donald segir það of mikið vesen að fá nýjan síma mánaðarlega en það er ekki eins og hann setji símann sjálfur upp. Kannski er hann með einhverjar myndir á símanum sem hann vill ekki að aðrir sjái.

Hinn síminn er hins vegar uppsettur með öryggisstöðlum sem ættu að sjá til þess að óæskilegir aðilar komist ekki inn á hann. En þegar Trump er annars vegar þá veit maður satt að segja aldrei hvað gerist næst.

Smelltu hérna til að skoða Donald Trump á Twitter.

donald-trump-we-tweet_650x400_41494747160.jpg
Instagram prófar "Þú ert búinn að skoða allt" fítus

Instagram prófar "Þú ert búinn að skoða allt" fítus

Sagan á bakvið myndina I Þráinn Bertelsson

Sagan á bakvið myndina I Þráinn Bertelsson