Af hverju eru allir að senda þér tölvupóst þessa dagana?

Af hverju eru allir að senda þér tölvupóst þessa dagana?

Það hafa margir tekið eftir því að allskonar fyrirtæki eru að senda þeim tölvupósta og biðja um að staðfestir séu ný ákvæði en sé það ekki gert sé hætta á að fyrirtækið muni ekki lengur geta þjónustað viðkomandi aðila. En af hverju er þetta að koma núna?

Þetta er vegna Evrópulöggjafar sem varð endanlega gild í dag, 25. maí. Löggjöfin sem kallast GDPR eða General Data Protection Regulation er mun strangari en fyrri reglugerð og setur gríðarlegar skyldur á herðar fyrirtækja sem t.d. senda viðskiptavinum og notendum tölvupósta eða er í rafrænum samskiptum við þá. 

Það er löglega bannað að senda þessa tölvupósta lengur nema að fá endurnýjað samþykki frá notendum þar sem notendurnir samþykkja nýju ákvæðin. Ef fyrirtæki fá ekki endurnýjað samþykki þá getur sá sem fær sendan tölvupóst beinlínis kært fyrirtækið til Persónuverndar sem er nú með mun ríkari heimildir til að sekta en sektir geta numið allt að 2.4 milljörðum eða 4% af heildarveltu fyrirtækisins. 

Þetta á við um markpóst eða auglýsingapóst, t.d. frá verslunum eða þjónustuaðilum en einnig öðrum aðilum. 

En þetta er það sem fyrirtæki eru að gera og þess vegna er pósthólfið hjá mörgum að fyllast - þessi fyrirtæki eru að kalla eftir þínu leyfi til að mega senda áfram póst til þín. 

Þess má geta að það er ekki aðlögunartímabil og því eru refsiákvæði virk strax og fyrirtæki gætu því lent í vandræðum ef þau fá ekki endurnýjað samþykki frá notendum. 

Media Group ehf er eitt þeirra fyrirtækja sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu og geta þjónustað fyrirtæki með póstlista í samræmi við nýju persónuverndarlöggjöfina. Það kostar ekkert að leita tilboða.

istock-gdpr-concept-image.jpg
Trump má ekki "blokka" notendur á Twitter samkvæmt lögum

Trump má ekki "blokka" notendur á Twitter samkvæmt lögum

Vodafone kynnir nýja 4K/UHD myndlykla

Vodafone kynnir nýja 4K/UHD myndlykla