Trump má ekki "blokka" notendur á Twitter samkvæmt lögum

Trump má ekki "blokka" notendur á Twitter samkvæmt lögum

Það eru alltaf einhverjar áhugverðar fréttir af Donald Trump í gangi en bandarískur dómstóll hefur kveðið upp dóm þess efnis að Trump megi ekki loka á notendur á samfélagsmiðlaforritinu Twitter - þ.e. meina þeim að lesa það sem hann setur á Twitter. 

Samkvæmt dómnum brýtur það í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna að meina einhverjum að lesa, heyra og svara því sem forsetinn segir á opinberum vettvangi - sem Twitter sannanlega er. Dómstóllinn lítur á Twitter eins og hvaða opinbera vettvang sem er, en það getur verið almenningsgarður eða ráðhús. En á þeim stöðum er ekki heimilt að banna borgurum að koma til að hlýða á og eftir atvikum mótmæla. 

Með því að loka eða "block" notendur á Twitter er Trump að meina þeim sem hann velur að endurbirta, svara eða almennt hafa skoðun á því sem hann birtir á Twitter.

Þetta mál mun líklega fara áfram og á hærri dómstig. En verði dómurinn staðfestur þá munu ótal mál koma upp í framtíðinni þar sem "opinberar" persónur eru að loka á ákveðna aðila á samfélagsmiðlum.

Spennandi!

VPNHUB er frítt VPN forrit - samt ekki

VPNHUB er frítt VPN forrit - samt ekki

Af hverju eru allir að senda þér tölvupóst þessa dagana?

Af hverju eru allir að senda þér tölvupóst þessa dagana?