Vodafone kynnir nýja 4K/UHD myndlykla

Vodafone kynnir nýja 4K/UHD myndlykla

Nú er loksins fáanlegir ný kynslóð afruglara hjá Vodafone en ansi margir voru satt að segja komnir með nóg af Amino-myndlyklunum sem hafa verið í notkun undanfarin ár og ekki beint fylgt tækninni sem hefur fleygt fram. En nú er breyting á.

Nú eru komnir Samsung-myndlyklar sem koma í staðinn fyrir Amino-myndlyklanna og eftir að hafa prófað þá er loksins hægt að kveðja hökt, frost og önnur leiðindi sem Amino bauð reglulega upp á. 

Samsung myndlykillinn er UHD/4K sem býður þá upp á 4K stuðning en nú þegar eru sjónvarpsveitur eins og Hulu, Netflix og fleiri að senda út efni í 4K eða UHD (Ultra High Definition). 

Það er ekki ennþá byrjað að senda út 4K efni hjá Vodafone en samkvæmt heimildum Kassinn.net þá er slíkt í skoðun. Nú þegar eru margar stöðvar erlendis sem senda út í 4K eins og National Geographic og því ætti ekki að vera neitt til fyrirstöðu hjá Vodafone að setja í loftið einhverjar stöðvar til að sýna alvöru gæði í nútímasjónvörpum.

Það er samt gríðarlegur munur á stýrikerfinu í Samsung og Amino en eftir að Vodafone uppfærði valmyndirnar og stjórnkerfið þá hafa margir kvartað yfir hökti og almennum leiðindum en það ætti að heyra sögunni til. 

Það kostar ekki meira að fá nýja myndlykilinn og mælir Kassinn.net eindregið með því að skila Amino-öldungnum til föðurhúsanna og fá Samsung 4K gaurinn sem nýja sjónvarpsfélagann. 

Af hverju eru allir að senda þér tölvupóst þessa dagana?

Af hverju eru allir að senda þér tölvupóst þessa dagana?

X-T100 er nýjasta græjan frá Fujifilm

X-T100 er nýjasta græjan frá Fujifilm