X-T100 er nýjasta græjan frá Fujifilm

X-T100 er nýjasta græjan frá Fujifilm

Fujifilm kynnti í vikunni nýjustu myndavélina sína en það er X-T100 sem er millistig milli minni vélanna eins og X100F og stærri vélanna eins og X-T20. Vélin er í "retro" útliti eins og eldri vélarnar voru sem gefur þeim skemmtilegan nostalgíu-blæ. 

Hinsvegar er ekkert gamaldags við tæknina í vélinni en hún er með 24.2 MP myndflögu, myndglugginn er stafrænn og vélin hentar vel til að taka upp myndbönd. Þetta ætti að höfða til VLOG notenda sem taka myndbönd og setja á netið. 

X-T100 er speglalaus eins og almennt vélarnar frá Fujifilm en margir myndavélaframleiðendur eru farnir að horfa æ meira á þann notendahóp en þær vélar eru almennt hljóðlátari og minni en vélar með spegli. 

Þá er verðið á vélinni nokkuð hagstæðara en á "dýrari" vélunum en talið er að hún muni kosta frá 600 dollurum en það kemur endanlega í ljós þegar vélin kemur í sölu.

Vélin er væntanlega í sölu í júní en ekki liggur fyrir hvenær vélin kemur í sölu á Íslandi.

Vodafone kynnir nýja 4K/UHD myndlykla

Vodafone kynnir nýja 4K/UHD myndlykla

Instagram prófar "Þú ert búinn að skoða allt" fítus

Instagram prófar "Þú ert búinn að skoða allt" fítus