VPNHUB er frítt VPN forrit - samt ekki

VPNHUB er frítt VPN forrit - samt ekki

Það eru margir sem þurfa að nota svokallaðar VPN þjónustur til að láta nettenginguna halda að þú sért á allt öðrum stað en þú ert á. Þannig má t.d. staðsetja sig á Íslandi eða í Bandaríkjunum þó þú sért í Kína.

Þetta er til að komast hjá ritskoðun á netinu en t.d. eru flestir samfélagsmiðlar lokaðir í Kína nema þá þeir sem kínverska ríkisstjórnin samþykkir. Á Íslandi er lokað fyrir deiliskráarsíður eins og Deildu.net og Pirate Bay en með því að láta líta út eins og maður er í t.d. í Bandaríkjunum þá er hægt að komast inn á þessar síður - ekki að við séum að mæla sérstaklega með því.

Eitt forrit sem er komið úr er VPNHUB sem klámsíðan Pornhub heldur úti. Pornhub er með frían aðgang á Bandaríkin en viljirðu velja önnur lönd þá þarftu að gerast áskrifandi og borga 13.99 dollara á mánuði - sem er svipað og forrit eins og Express VPN og fleiri rukka.

En með því að tengjast Bandaríkjunum þá er t.d. hægt að horfa á sjónvarpsefni sem er einungis fáanlegt þarlendis sem og er hægt að komast á vefi sem eru lokaðir af íslenskum yfirvöldum. 

Það er lítið mál að sækja VPNHUB en það eru útgáfur til fyrir Apple, Android og Windows - síðan þarf að setja það upp sem tekur stutta stund. 

En eins og áður sagði þá kostar að velja önnur lönd en Bandaríkin. Hins vegar leyfir forritið eins mikið niðurhal og þú þarft í gegnum fría Bandaríkja-aðganginn.

Shutterbug hættir að prenta og færir sig alfarið á vefinn

Shutterbug hættir að prenta og færir sig alfarið á vefinn

Trump má ekki "blokka" notendur á Twitter samkvæmt lögum

Trump má ekki "blokka" notendur á Twitter samkvæmt lögum