Arrested Development ráðgátan leyst - Stöð 2 með réttinn

Arrested Development ráðgátan leyst - Stöð 2 með réttinn

Þó nokkrar umræður hafa verið á samfélagsmiðlum undanfarið um fjarveru Arrested Development á Netflix en sería 5 var að koma inn á dögunum og hafa margir beðið með ofvæni eftir að sjá nýjustu ævintýri Bluth fjölskyldunnar. 

En ekkert bólaði á þáttunum á Netflix en Netflix Nordic Twitter síðan var samt að auglýsa þættina á fullu. Kassinn.net er í hópi aðdáenda Arrested Development þáttana og var beinlínis á "refresh" takkanum í gær þegar þættirnir komu á Netflix - en án árangurs.

Kassinn.net setti sig í samband við Netflix og fékk þær upplýsingar að Netflix væri ekki með samning á Íslandi um sýningu þáttana og gæti því ekkert gert. Ekki fengust nánari upplýsingar um rétthafa.

Nú hefur það hins vegar komið í ljós að Stöð 2 er með réttinn á sýningu þáttana á Íslandi en Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar 2, sagði í samtali við Kassinn.net að Stöð myndi hefja sýningar á þáttunum á miðvikudaginn í næstu viku.

Ekki verður hægt að horfa á seríuna í heild sinni eins og á Netflix en samningurinn sem Stöð 2 er með leyfir ekki að öll serían sé sýnd í einu. Jóhanna segir að Stöð 2 sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að flýta sýningu þáttana. Það verða því 2 þættir sýndir í hverri viku á Stöð 2. 

Þá er bara að vera til með popp og kók í næstu viku þegar snilldin hefst á Stöð 2.

 

"Dark Mode" í MacOS 10.14

"Dark Mode" í MacOS 10.14

Shutterbug hættir að prenta og færir sig alfarið á vefinn

Shutterbug hættir að prenta og færir sig alfarið á vefinn