Er eyrnasuð að gera þig geðveikan? Hérna eru nokkur ráð!

Er eyrnasuð að gera þig geðveikan? Hérna eru nokkur ráð!

Við erum með heyrnartól í eyrunum allan daginn, erum fljúgandi á milli landa og hlustum á tónlist töluvert yfir sársaukamörkum. Erum eða vorum í hljómsveit og notuðum aldrei eyrnatappa og vorum fremst við sviðið þegar Prodigy tryllti landann með viðeigandi hávaða... afsakið tónlist. 

Það getur haft hvimleiðar aukaverkanir að hafa suð fyrir eyrunum án þess að vita af hverju það er - svo ekki sé talað um skerta heyrn. Heyrnin okkar minnkar reyndar með árunum og það er eðlilegt. Við byrjum á því að hætta að heyra hæstu tíðnir og smám saman minnkar heyrnin. Þetta hefur áhrif á suma en flestir venjast breyttri heyrn og lifa með að heyra minna en áður.

En það er samt kvilli sem kallast Tinnitus sem margir glíma við en það er stöðugt eyrnasuð og erfitt er að ráða bót á því. Það lýsir sér sem hljóði í eyranu sem er mishátt eftir einstaklingum - sumir bíta á jaxlinn og reyna að láta það ekki hafa áhrif á lífsgæðin en hjá sumum er það óbærilegt, veldur höfuðverkjum, svima og stundum ógleði. Einnig hefur það áhrif á geðheilsuna en ef þú hugsar of mikið um suðið þá fer það að angra sálarlífið. 

Það eru nokkur ráð sem má skoða og prófa en auðvitað mælum við með tíma hjá heyrnarfræðing eða eyrnalækni til að skoða vandamálið. 

Ekki láta það trufla þig!
Er líklega algengasta leiðin og eitthvað sem foreldrar manns sögðu við mann. Þetta fer eða þú átt ekkert að hugsa um þetta auðveldara sagt en gert og því er þetta ráð það lélegasta fyrir fólk sem virkilega þjáist af suði í eyrum. Strikum það bara út af listanum. Ef einhver kæmi með opið beinbrot þá myndirðu aldrei segja viðkomandi að "hætta bara að hugsa um það" - er það nokkuð?

Heyrnartæki
Ein leið sem er prófuð er að láta viðkomandi ganga með heyrnartæki sem sjálft býr til suð sem er aðeins öðruvísi en suðið sem einstaklingurinn heyrir. Það hefur oft þau áhrif að eyrun verða "löt" og sía út þetta suð og þú heyrir það ekki lengur. Meðferðin virkar þannig að þú ferð í heyrnarmælingu þar sem réttur styrkur á nýju suði er fundinn og svo ertu með þetta suð í eyrunum í vikutíma (eða lengur). Svo kemur í ljóst hvort eyrun og þá heilinn hætta að heyra suðið, þ.e. að eyrun eru orðin löt og nenna ekki að heyra það lengur.

Lyf - Alprazolam Mylan
Kvíðalyfið Alprazolam Mylan hefur hjálpað mörgum en það er vöðvaslakandi og kvíðastillandi. Stundum er suð í eyrum tengt við kvíða og lyfið slær á einkenni kvíða og þar með suðið. Sumir segja það gera kraftaverk, það sofi betur á nóttinni og suðið minnkar og jafnvel hverfur á daginn. En sumir segja það gera ekkert, það komi bara sljóleiki og fólk verður kraftlaust. 
Alprazolam Mylan er ekki talið ávanabindandi lyf og hefur ekki mikil róandi áhrif en það slær á kvíða. Kannski hefur róandi verkunin þau áhrif að suðið minnkar. 
Lyfið er lyfseðilsskylt og því þarf læknir að skoða þig áður en ákvörðun um slíkt lyf er tekin.

Tónlist eða umhverfishljóð
Með því að hlusta á tónlist, t.d. í heyrnartólum eða bara í umhverfinu þá yfirgnæfir það suðið. Þú verður því ekki eins var við eyrnasuðið þó það sé til staðar. Sumir verða mest varir við suð í eyrum þegar það er að fara að sofa en þá er dýrð í dauðaþögn og skiljanlega heyrist mest að "aukahljóðum" þegar allt er kyrrt og rótt. Þá er t.a.m. hægt að spila róandi tónlist lágt í hátalara við rúmið og þá minnkar suðið og þú slakar betur á. Í snjallsímum í dag er hægt að stilla á að spila tónlist eða annað í ákveðinn tíma og svo slekkur síminn sjálfkrafa á því. 

Fæðubótaefni
Alltaf skulu þau nú blanda sér í umræðuna en sumir segja samt að breyting á mataræði og rétt blanda af fæðubótaefnum virki vel. Líklega er samt bara best að borða heilbrigðan og góðan mat.

Áfengi
Skiljanlega benda margir á kosti þess að fá sér glögg af áfengi. En verkun áfengis er á miðtaugarkerfið, veldur vellíðan og sljóleika. Þetta hefur róandi áhrif á heilann sem þá slakar betur á og það dregur um suði í eyrum. Þetta er líklega umdeildasta aðferðin enda getur óhófleg notkun áfengis skapað mun alvarlegri vandamál en suð í eyrum.

Suð á netinu
Það eru í alvörunni til hljóð á netinu sem eiga að sía út suð í eyrum. Sumir segja virka að vera með heyrnartól, helst með síun á umhverfishljóði eins og Bose QC 35II sem loka á öll umhverfishljóð og þá á þetta hljóða að drepa niður suðið. Sumir segja þetta ekki gera neitt nema framkalla hausverk.

Hvað sem öðru líður þá eru margir sem þjást daglega af suði. Það kemur oft eftir eyrnabólgur eða aðgerðir og fer stundum eftir einhvern tíma. Sumir þurfa að lifa með þessu alla tíð og leita logandi ljósi af úrræðum en læknavísindin vita ekki alfarið hvað veldur eyrnasuði og þá er ekki auðvelt að lækna það. En það má prófa eitt og annað - eins og ráðin hér að ofan. 

Öll forrit verða að passa á iPhone X skjá í júlí

Öll forrit verða að passa á iPhone X skjá í júlí

Er þriðja linsan að koma á iPhone 2018?

Er þriðja linsan að koma á iPhone 2018?