Er þriðja linsan að koma á iPhone 2018?

Er þriðja linsan að koma á iPhone 2018?

Það eru allskonar slúður að koma um næsta iPhone sem á að taka við af iPhone X. Reyndar sögðu margir að salan á X hafi verið langt undir væntingum en Apple sýndi fram á annað þegar ársfjórðungsuppgjörið var birt en tekjur Apple hækkuðu um 10 milljarða dollara á milli ára.

Það eru núna fregnir um að iPhone X 2018 verði með þremur linsum en þannig mætti auka á 3D vægi í myndum en iPhone X er núna með tveimur linsum sem geta búið til effekt þannig að bakgrunnur mynda er ekki í fókus.

Þriðja linsan gæti tekið þessa tækni enn lengra og gert símann að meiri myndavél. Þetta kemur nú allt í ljós en þetta slúður er ættað úr verksmiðju sem framleiðir linsur á farsíma en þessi ágæta verksmiðja jók framleiðslu á sérstökum linsum um 80% og sagt er að Apple sé kaupandinn.

Er eyrnasuð að gera þig geðveikan? Hérna eru nokkur ráð!

Er eyrnasuð að gera þig geðveikan? Hérna eru nokkur ráð!

Umfjöllun I Bose SoundSport Free eru hönnuð fyrir hreyfi-fíkla I UPPFÆRT

Umfjöllun I Bose SoundSport Free eru hönnuð fyrir hreyfi-fíkla I UPPFÆRT