Litlar breytingar í nýjustu iOS betunni

Litlar breytingar í nýjustu iOS betunni

Það kom brakandi fersk uppfærsla á iOS 11.4 sem er núna komin í betu 4 eða fjórði forútgáfu af stýrikerfinu. Það er skemmst frá því að segja að ekkert markvisst kom í þessari útgáfu en Apple er líklega að fínpússa iOS 11.4 áður en það fer til almennra notenda.

Það svo kom í fyrstu betunni var möguleikinn á að stjórna mismunandi tækjum í mismunandi herbergjum með AirPlay 2 en t.d. er hægt að tengja saman marga Homepod hátalara en stjórna þeim á símanum sem sér tæki. Hækka í stofunni - lækka í svefnherberginu. 

Þá er iMessage núna tengt við iCloud þannig að þú getur skoðað skilaboð á iCloud og ef þú eyðir út skilaboðum á einu tæki þá hverfa þau af öllum tækjum sem eru á sama notendanafni hjá Apple.

Það komu einnig út betur fyrir Apple TV, MacOS High Sierra og Apple Watch en það er það sama að segja um þær - einungis verið að fínpússa.

Smelltu hérna til að gerast BETA notandi - það getur verið gaman að fá allt á undan hinum - en þú getur líka lent í allskonar veseni. Þín ákvörðun - þín ábyrgð.

Sagan á bakvið myndina I New York löggan

Sagan á bakvið myndina I New York löggan

Öll forrit verða að passa á iPhone X skjá í júlí

Öll forrit verða að passa á iPhone X skjá í júlí