Sagan á bakvið myndina I New York löggan

Sagan á bakvið myndina I New York löggan

Við ætlum að byrja með nýjan flokk hérna á Kassinn.net en það er "Sagan á bakvið myndina." Það eru nefnilega fjölmargar flottar myndir til sem fólk vill vita meira um - eins og í hvaða tilefni myndin var tekin, hvar og hvernig.

Við leitum ekki langt yfir skammt með fyrstu myndina en það er ljósmyndarinn Hilmar Þór sem tók hana. Þetta er sagan á bakvið eina af uppáhaldsmyndunum hans sem kallast: "New York löggan."

Smelltu á myndina til að sjá hana stærri


Þessi mynd var satt að segja tekin algjörlega óvart. Ég bjó í New York á þessum tíma og var að koma heim úr vinnunni en ég vann í New Jersey en bjó í Queens. Við vorum að keyra heim eitt kvöldið og það var rosaleg rigning. Ég var eitthvað að mynda á leiðinni með Canon T90 vélinni minni og við stoppuðum á rauðu ljósi á gatnamótum. Það var fullt af bílum á gatnamótunum. Ég sá að það var lögga að stjórna umferðinni í rigningunni, hún var í frakka og ég smellti af - náði einum ramma. Það var svo löngu síðar að ég sá myndina en þetta var tekið á filmu. 
Þá sá ég að ég hafði óvart náð ramma þar sem enginn bíll var á myndinni - bara löggan - ég veit satt að segja ekki hvernig bílarnir gufuðu svona upp. Rigningin lemur malbikið og löggan bendir eitthvað. Ég stækkaði myndina á pappír og varð strax ástfanginn af henni. Ekki af því hún var eitthvað frábær tæknilega - en vegna þess að ég sá ekki tíma í henni.
Myndin finnst mér tímalaus og getur verið tekin í dag en líka árið 1933. Ef ég spyr fólk hvenær það haldi að myndin sé tekin þá svara flestir 1930-1940, þess vegna finnst mér þessi mynd svo frábær - hún er algjörlega óháð tíma - myndin var tekin 1996 að mig minnir.

Þegar ég sé hana þá sakna ég alltaf uppáhalds borgarinnar minnar - New York. 

Bestu myndirnar koma stundum óvart.

- Hilmar Þór Norðfjörð

Fujifilm uppfærir hugbúnað í X-T2

Fujifilm uppfærir hugbúnað í X-T2

Litlar breytingar í nýjustu iOS betunni

Litlar breytingar í nýjustu iOS betunni