iOS 12 sendir staðsetningu þína ef þú hringir í 911

iOS 12 sendir staðsetningu þína ef þú hringir í 911

Apple hefur staðfest það sem einhverjir höfðu tekið eftir en í iOS 12 þá sendir iPhone staðsetningu sína ef hringt er í 911. Þetta er neyðarnúmerið sem notað er í Bandaríkjunum en á Íslandi notum við 112. Þetta er því einungis í boði í Bandaríkjunum eins og sakir standa.

Þetta virkar einfaldlega þannig að ef hringt er úr símanum í neyðarnúmer þá fær stöðin sem svarar einnig staðsetninguna og því er einfaldara að senda hjálp á staðinn. Apple lofar að einungis þessi aðili fái staðsetninguna og ekki sé hægt að áframnota hana á neinn hátt. Þetta sé einungis til að einfalda að hjálpa berist sem allra fyrst til þess sem er í vandræðum.

Þetta getur stytt viðbragðstíma verulega t.d. ef einhver er í hættulegum aðstæðum eða getur ekki einhverra hluta vegna tjáð sig - þá getur neyðarþjónustan sent mannskap á staðinn án þess að bíða lengi eftir staðsetningu.

Myndbandið - 5 skemmtilegir fítusar í iOS 12

Myndbandið - 5 skemmtilegir fítusar í iOS 12

Myndbandið - Hamm og félagar fara á kostum

Myndbandið - Hamm og félagar fara á kostum