Microsoft í samkeppni við Apple og Google með fréttaveitu

Microsoft í samkeppni við Apple og Google með fréttaveitu

Microsoft tilkynnti í dag að appið Microsoft News væri fáanlegt fyrir iOS og Android tæki en News er sett fram til höfuðs Apple News sem hefur verið til í einhvern tíma. 

Microsoft segir News forritið vera betra en það hjá keppinautnum en það er hægt að stilla það mun meira að þörfum notandans og hann ákveði því sjálfur hvaða fréttir hann vill sjá. 

Það er ekki nema mánuður síðan Google kom með Google News sem notar gervigreind til að finna fréttirnar sem þú vilt lesa en slík virkni er t.d. notuð með Google Ads þar sem leitarorðin sem þú slærð inn eru notuð til að velja auglýsingar sem hentar þér.

Smelltu hérna til að hlaða niður Microsoft News fyrir Android eða iOS.

 

Sjónvarpsauglýsingar innan skamms á Messenger - SJÁLFSPILANDI!

Sjónvarpsauglýsingar innan skamms á Messenger - SJÁLFSPILANDI!

Leica kynnir til leiks L1 og L2 úr (og þau eru æðisleg)

Leica kynnir til leiks L1 og L2 úr (og þau eru æðisleg)