Apple lagfærir lyklaborð á MacBook Pro frítt

Apple lagfærir lyklaborð á MacBook Pro frítt

Það kemur svo sem ekki á óvart en Apple er búið að tilkynna að fyrirtækið muni lagfæra lyklaborð á MacBook Pro tölvum sem hafa verið að bila að undanförnu. Bilunin lýsir sér þannig að takkar á lyklaborðinu detta af, losna eða takkarnir eru stífir og lengi að skila sér tilbaka eftir að ýtt er á þá.

Apple gat reyndar ekki annað en að fara þessa leið eftir að fjöldalögsóknir fóru í gang í Bandaríkjunum og ljóst að svo stór hópur væri ekki að kvarta nema eitthvað væri að. 

Apple segir í yfirlýsingu að um "lítið magn lyklaborða" sé að ræða en það muni skoða allar kvartanir og viðgerðin felst í að skipta um hnappa eða allt lyklaborðið. Þetta á við um allan heima og nær til allra MacBook Pro véla sem eru með svokallaða "butterfly" lyklaborðinu. 

Þessi galli er að finna á lyklaborðum á íslenskum vélum og er hlægt að hafa samband við Epli.is á Íslandi til að láta skoða og lagfæra lyklaborðið. 

Tilkynning Apple um lyklaborðin.

13-inch-macbook-pro-no-touch-bar.jpg
HM víða sýnt í 4K - en ekki á Íslandi

HM víða sýnt í 4K - en ekki á Íslandi

Sjónvarpsauglýsingar innan skamms á Messenger - SJÁLFSPILANDI!

Sjónvarpsauglýsingar innan skamms á Messenger - SJÁLFSPILANDI!