HM víða sýnt í 4K - en ekki á Íslandi

HM víða sýnt í 4K - en ekki á Íslandi

HM í knattspyrnu er í algleymingi þessa daganna og eru landsmenn límdir við skjáinn - sérstaklega þegar Ísland er að spila. Ísland leikur við Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar á þriðjudaginn og væri gaman að geta horft á leikinn í 4K gæðum - en það er ekki í boði á Íslandi.

Leikir HM eru víða sýndir í 4K gæðum eða UHD (Ultra High Density) en t.d. BBC sýnir leiki í þessum gæðum og á mörgum stöðvum í Bandaríkjunum eru boðið upp á 4K útsendingu. Eftir því sem við komumst næst þá keypti RÚV ekki 4K réttinn en misjafnir pakkar eru í boði sem innihalda sjónvarpsrétt, útsendingarétt á netinu og annað. 

Það hefur væntanlega haft áhrif að 4K útsendingar eru mjög þungar fyrir slakari tengingar en allir þeir sem eru með ljósleiðara ættu að geta horft á 4K útsendingar án vandkvæða. Nú þegar er hægt að horfa á 4K útsendingar t.d. frá Netflix og á iTunes. Það er því ekkert til fyrirstöðu að bjóða upp á UHD eða 4K útsendingar.

RÚV sendir í dag út í 1080p útsendingu sem er sannarlega HD útsending en ef bornar eru saman 4K og HD þá er himinn og haf á munum á gæðum.

Það er hægt að horfa á BBC og erlendar stö0ðvar með krókaleiðum sem við ætlum ekki að fjölyrða um hér en þeir sem hafa áhuga geta Google-að það. 

Við vonum að 4K verði komið hjá íslenskum sjónvarpsstöðvum sem fyrst enda hægt að nálgast þessi gæði nú þegar með krókaleiðum - en við viljum bara borga fyrir þetta hér heima. 

ÁFRAM ÍSLAND!

Myndbandið - Ólíklegir hlutir að heyra á HM

Myndbandið - Ólíklegir hlutir að heyra á HM

Apple lagfærir lyklaborð á MacBook Pro frítt

Apple lagfærir lyklaborð á MacBook Pro frítt