Er lyklaborðið á MacBook Pro vélinni þinni gallað?

Er lyklaborðið á MacBook Pro vélinni þinni gallað?

Eins og við fjölluðum um nýlega þá er Apple búið að setja af stað viðgerðarprógramm fyrir MacBook Pro vélar sem eru með "butterfly" lyklaborð. Margir hafa hafa lent í því að hnappar á lyklaborðinu festist inni, eru lengi að koma upp aftur eftir að smellt er á þá eða þá detta einfaldlega af. Ef þú ert að lenda í þessu þá geturðu fengið fría viðgerð á lyklaborðinu.

Þetta á við um MacBook Pro vélar útum allan heim og þar með á Íslandi líka. Ef þú ert með vél sem er með þessu "butterfly" lyklaborði og finnst það vera að haga sér illa þá geturðu farið með vélina í Epli á Laugavegi sem setur vélina í bilanagreiningu og svo færðu fría viðgerð. 

Stundum þarf að skipta um hnappa en stundum þarf jafnvel að skipta um allt lyklaborðið. Apple hefur sagt að þetta sé öllum í boði og því er um að gera að kíkja í á Laugaveginn og fá úr því skorið hvort vélin þín fái þessa þjónustu.

Apple endurhannar Maps frá grunni

Apple endurhannar Maps frá grunni

Myndbandið - Ólíklegir hlutir að heyra á HM

Myndbandið - Ólíklegir hlutir að heyra á HM