"Dark Mode" í MacOS 10.14

"Dark Mode" í MacOS 10.14

Næsta útgáfa af MacOS stýrikerfinu verður 10.14 en myndir sem hafa birst á netinu úr þessari uppfærslu gefa til kynna að loksins verði dökk hamur eða "Dark Mode" stilling komin í stýrikerfið. 

Með þessari stillingu verður allt á skjánum dökkt eða svart, þ.e. allar valmyndir og annað breytast úr ljósu yfirbragði yfir í dökkt. Mörg forrit eru þegar byrjuð að bjóða upp á þetta eins og Twitter en þetta er t.d. gott þegar umhverfið er dimmt eða ef þú vilt einfaldlega hafa skjáinn með öðruvísi blæ en þessum gráa lit - sem er satt að segja ekkert voðalega áferðarfallegur.

Sektir fyrir notkun á síma við akstur einskorðast við símtöl... ennþá

Sektir fyrir notkun á síma við akstur einskorðast við símtöl... ennþá

Arrested Development ráðgátan leyst - Stöð 2 með réttinn

Arrested Development ráðgátan leyst - Stöð 2 með réttinn