iOS 12 I Nýjasta stýrikerfi Apple lofar góðu I Helstu nýjungar

iOS 12 I Nýjasta stýrikerfi Apple lofar góðu I Helstu nýjungar

Apple kynnti í gær iOS 12 til sögunnar en á WWDC-ráðstefnunni var stýrikerfið frumsýnt og fengu svo þeir sem eru með aðgang að betum hjá Apple að sækja þessa uppfærslu. Það er skemmst frá því að segja að uppfærslan lofar góðu en hér er tæpt á því helsta.

Krakkatími
Þetta er eitthvað sem foreldrar munu nýta sér og það mikið. Nú geturðu skammtað tíma í snjalltækinu eða jafnvel einstaka forritum. Þú getur sett tímastillingu á og þar að auki fylgst með gangi mála úr öðru tæki eins og símanum þínum. Þetta hangir saman við iCloud-notandann þannig að sama Apple-ID þarf að vera á tækjunum. 
Nú geturðu leyft krökkunum að vera í tækinu í ákveðinn tíma án þess að standa yfir þeim. Frábær kostur!

Hvað er ég að eyða miklum tíma í tækinu?
Það er hægt að kalla upp skýrslu í iOS 12 sem sýnir hversu mikið þú ert að nota símann eða iPadinn. Þar kemur fram tíminn sem fer í hvert forrit og það sést sérstaklega hvað þú ert mikið á Facebook, Twitter eða öðrum samfélagsmiðlum. Það sést meira að segja hversu oft þú tekur upp símann eða opnar hann yfir daginn. Þetta gefur þér betri mynd á hvort þú sért að nota símann hóflega eða hangir í honum allan daginn.

Ekki trufla mig á nóttunni
Þetta er fítus sem hjálpar þér á nóttunni - þegar þú átt að vera sofandi. Ef þú ert með Do not disturb - Bedtime á þá sýnir síminn ekki skilaboð eða annað á skjánum þó þú takir hann upp, t.d. til að sjá hvað klukkan er. Skilaboð og annað birtast þegar þú slekkur á Do not disturb. Þetta er gert til að þú sért ekki að skoða öll skilaboð eða annað sem gæti truflað þig við að fá góðan nætursvefn.

Margir saman á Facetime
Núna geturðu talað við marga saman á Facetime eða allt að 32 notendum í einu (ekki að það væri gáfulegt samtal). 

Myndirnar fá aukið vægi
Í myndasafninu eru komin nýir kostir til að flokka og sýna myndir. T.d. er kominn "For you" flipi sem kemur með myndir frá sérstökum viðburðum sem iOS raðar saman og t.d. sýnir sem myndband til að deila eða bara sem myndasafn. 

Siri veit meira
Siri raddstýringin er orðin betri og getur svarað mun fleiri spurningum en áður. Þá verður hægt að tengja Siri í önnur forrit sem var ekki hægt áður. Þá er Siri orðinn snarpari og tekur ekki langan tíma að "hugsa" málið.

Skilaboð hlaðast saman
Það er pirrandi þegar skilaboð eða áminningar fylla skjáinn, sérstaklega þegar síminn er læstur. Núna hlaðast þau saman og eru flokkuð eftir forriti. T.d. ef þú ert með 10 smáskilaboð þá eru þau saman í hentugum pakka og þú smellir á pakkann til að sjá skilaboðin. Þá er hægt að stilla mun betur hvernig forrit senda þér skilaboð eða áminningar.

Screen Shot 2018-06-05 at 10.00.35.jpg

iBooks er með... bækur
Mörg forrit frá Apple hafa fengið andlitslyftingu en ein stór breyting er iBooks. Þar er núna búið að setja inn lesham sem er bara eins og bók en ekki eins og Word-skjöl á skjánum. Mjög flott og þér finnst kannski aðeins meira eins og þú sért með bók í höndinni. Apple News og Stocks fá líka yfirhalningu. 

Málband í símanum
Nú geturðu notað símann sem málband en með því að smella á einn stað og draga línu frá honum á annan stað þá færðu lengdina þar á milli - eins og málband. Sniðugur kostur ef maður gleymir málbandinu heima.

Við skoðum MacOS Mosada og WatchOS 5 næst!

Meira um nýja kosti má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Sumarið er tíminn I Vertu "spot on" með iGrill 2

Sumarið er tíminn I Vertu "spot on" með iGrill 2

Sagan á bakvið myndina I Fótbolti er fyrir alla

Sagan á bakvið myndina I Fótbolti er fyrir alla