Sagan á bakvið myndina I Fótbolti er fyrir alla

Sagan á bakvið myndina I Fótbolti er fyrir alla

Eyjólfur Garðarsson tók stórkostlega mynd á landsleik Íslands og Noregs á dögunum en á myndinni fangaði Eyjólfur ósvikna gleði krakka sem fengu að leiða leikmenn inn á völlinn. Krakkarnir voru úr Klettaskóla sem er sérskóli á grunnskólastigi sem þjónar öllu landinu. 

Myndin fangar svo ekki verður um villst fallega gleði og stemningu sem krakkarnir fengu að upplifa þegar þau gengu inn á völlinn með hetjunum sínum. 

Söguna á bakvið myndina má sjá undir myndinni.

"Eins og svo oft áður myndaði ég landsleik á Laugardalsvelli fyrir KSÍ. Ætli skiptin séu ekki orðin 40 eða 50. Þar er alltaf stemmning og óvíða skemmtilegra að vera. Víkingaklapp, mark frá Gylfa Sig og smávegis rigning; sumt er einfaldlega hægt að stóla á.

Þessi leikur skar sig úr að einu leyti - fyrir utan að Lars Lagerbäck stýrði liði mótherjanna! - og það var að krakkar úr Klettaskóla fylgdu leikmönnum inn á völlinn. Eins og vanalega reyndi ég að ná góðum myndum af lukkukrökkunum með leikmönnum. Myndin er tekin meðan þjóðsöngur Íslands ómaði en þá er vanalega röð og regla á hlutunum, allir einbeittir, uppstilltir og jafnvel vatnsgreiddir.

Þarna litu hlutirnir ögn öðruvísi út og það heldur betur á jákvæðan hátt! Þessi mynd fangar sakleysið, gleðina og fjölbreytileikann með hætti sem fáar myndir sem ég hef tekið hafa náð að gera. Ég vil ekki hafa fleiri orð um útkomuna en læt myndina tala sínu máli."
- Eyjólfur Garðarsson

Fylgdu Eyjólfi á Instagram

iOS 12 I Nýjasta stýrikerfi Apple lofar góðu I Helstu nýjungar

iOS 12 I Nýjasta stýrikerfi Apple lofar góðu I Helstu nýjungar

Sektir fyrir notkun á síma við akstur einskorðast við símtöl... ennþá

Sektir fyrir notkun á síma við akstur einskorðast við símtöl... ennþá