iOS 12 I Farinn að heyra illa? Live Listen reddar þér

iOS 12 I Farinn að heyra illa? Live Listen reddar þér

Hver kannast ekki við að vera á veitingahúsi, bar eða skemmtistað þar sem þú heyrir varla mannamál en ert samt að reyna að eiga gáfulegar samræður við einhvern. Apple getur hjálpað þér með að heyra betur en þú þarft að vera með iOS 12 og eiga Airpods til að nýta þér þennan frábæra kost.

Í iOS 12 sem kynnt var í vikunni er einn fítus sem kallast "Live Listen" en það virkar þannig að þú setur símann nálægt þeim sem þú ert að reyna að heyra í og svo ertu með Airpods í eyrunum - síminn virkar þá eins og talstöð en hann sendir það sem viðmælandinn er að segja í heyrnartólin.

Screen Shot 2018-06-06 at 17.09.18.jpg

Þetta er t.d. flott á bar ef þú situr gegn einhverjum en hávaðinn er aðeins of mikill og þú kinkar bara reglulega kolli til að þykjast heyra eitthvað. Þarna eru Airpods orðin einskonar heyrnartæki og þér getur liðið aðeins betur að þurfa ekki að fá alvöru heyrnartæki... alveg strax allavega.

WatchOS 5 aftur fáanlegt fyrir áhugasama

WatchOS 5 aftur fáanlegt fyrir áhugasama

WatchOS 5 kemur Apple Watch skrefi framar

WatchOS 5 kemur Apple Watch skrefi framar