WatchOS 5 kemur Apple Watch skrefi framar

WatchOS 5 kemur Apple Watch skrefi framar

Apple kynnti á dögunum WatchOS 5 á sama tíma og iOS 12. Það er eitt og annað í þessu stýrikerfi sem gerir Apple Watch heldur betra en áður en hérna er stiklað á helstu breytingum.

Þú þarft ekki að ávarpa Siri
Stærsta breytingin á WatchOS 5 er líklega að þú þarft ekki lengur að segja "Hey Siri" til að virkja hana. Nú er nóg að segja bara það sem þú vilt gera eins og "Call mammy" - það þarf ekki að segja "Hey Siri...." bíða og svo segja skipunina. Skemmtilegt!

Talstöð (Halló 1980)
Þetta er smá nostalgía en það er hægt að nota Apple Watch sem talstöð. Þú tengir þig við annan Apple Watch notanda og svo geturðu talað á milli eins og í talstöð. Þetta er gert með tengingu við iCloud og því geturðu verið hvar sem er og spjallað við vin þinn í Apple Watch - svona Walkie Talkie fílingur. Sumir hafa reyndar bent á að þetta var upp á sitt besta í kringum 1980 og eiginlega óþarfi í dag - margt til í því. Reyndar hefðu krakkarnir í Stranger Things alveg þegið nettari talstöð en þessa á myndina hér að neðan.

Screen Shot 2018-06-06 at 13.41.16.jpg

Allskonar breytingar á æfingar-appinu
Helstu breytingarnar eru í æfingar-appinu eða Workouts en þær helstu eru nýir valmöguleikar eins og "Hiking" eða fjallganga sem ætti að nýtast vel t.d. við að labba á Esjuna en þá mælir úrið gönguhraða, hækkun á metrafjölda og blandar því saman við heilsumælingar. 

Það er komin jóga-valkostur til að fylgjast með hversu erfitt það getur verið að stunda jóga. 

Núna skynjar úrið líka hvenær æfingin er búin með því að mæla hvort þú sért á ferðinni og hvort hjartslátturinn sé að lækka. Þá spyr Apple Watch hvort það eigi að enda æfinguna en margir eiga til að gleyma á slökkva á æfingunni sem stendur þá yfir í margar klukkustundir - án þess að skila neinu. 

Hlaðvörpin er komin
Hlaðvörp eða Podcasts eru núna komin í úrið en þú hlustað á uppáhalds-hlaðvörpin úr úrinu (sérstaklega með Apple Watch 3 sem er með 4G/WIFI möguleika). En þeir sem er ekki með slík úr þurfa ekki að örvænta en podcastið tengist símanum og er aðgengilegt á úrinu. Svo er allt í "synci" milli tækja þannig að ef þú hlustar á eitthvað í úrinu þá veit síminn það og fer á þann tíma sem þú hættir og heldur áfram. 

Þetta er það helsta sem var kynnt en við gátum ekki sótt WatchOS 5 en einhver böggur var í því og Apple tók það úr dreifingu - en það ætti að detta inn í dag og þá getum við sagt betur frá því. 

watchos_5_release_date_thumb800.jpg
iOS 12 I Farinn að heyra illa? Live Listen reddar þér

iOS 12 I Farinn að heyra illa? Live Listen reddar þér

Sumarið er tíminn I Vertu "spot on" með iGrill 2

Sumarið er tíminn I Vertu "spot on" með iGrill 2