Apple uppfærir MacBook Pro línuna

Apple uppfærir MacBook Pro línuna

Apple er búið að uppfæra MacBook Pro línuna en stærsta breytingin er líklega uppfærsla á lyklaborðinu. Það er búið að lagfæra lyklaborðið á þann hátt að sílikon renningur er undir hverjum staf og á þetta að koma í veg fyrir að takkar verði leiðinlegir eða detti af.

Apple er um þessar mundir með útskipti-prógramm í gangi þar sem eigendur MacBook Pro véla með "butterfly" lyklaborðinu geta óskað eftir viðgerð eða þá að skipt sé um allt lyklaborðið. Sé það gert, sem er algengt, þá fær eigandinn einnig nýja rafhlöðu en lyklaborðið, trackpadinn og rafhlaðan er eitt stykki og því ekki einungis hægt að skipta um rafhlöðu. 

Þeir sem fá nýtt lyklaborð fá hinsvegar ekki nýjustu týpuna sem var verið að uppfæra en sambærilegt lyklaborð er sett í vélina. 

Nýju vélarnar eru komnar með öflugri örgjörva og nýja tegund af vinnsluminni. Rafhlaðan er einnig örlítið öflugri en á seinustu útgáfu af MacBook Pro.

Verðið hefur ekki breyst svo vitað sé.

Microsoft einbeitir sér að Android og iOS

Microsoft einbeitir sér að Android og iOS

Ant-Man and the Wasp fór vel af stað í Bandaríkjunum

Ant-Man and the Wasp fór vel af stað í Bandaríkjunum