Apple endurhannar Maps frá grunni

Apple endurhannar Maps frá grunni

Apple hefur tilkynnt að Maps forritið sem er í samkeppni við Google Maps verði byggt aftur frá grunni með gögnum sem Apple er að safna saman. Maps hefur ekki fengið góða dóma margra en t.d. lenti fólk í því á Íslandi að vera beint út í miðja á og í gegnum jarðgöng sem eru ekki tilbúin.

Þetta gerðist vegna gagna sem Apple notaði í Maps sem eru ekki sérstaklega nákvæm samkvæmt þessu. Apple hefur gefið út að Maps verði endurhannað í iOS 12 og þá muni gögnin verða nákvæmari og betri en hjá samkeppnisaðilanum. 

Mun fleiri iOS notendur nota Google Maps frekar en Apple Maps þrátt fyrir að það sé t.d. ekki stuðningur við Apple Watch fyrir Google Maps. Það var á sínum tíma en Google hætti að uppfæra Apple Watch stuðninginn eftir að Apple torveldaði aðgengi Google að ákveðnum hlutum í WatchOS sem gerði Google Maps ekki eins gagnlegt og Apple Maps.

Það er vonandi að Maps verði jafngott og Google Maps sem hingað til hefur haft höfuð og herðar yfir kortaforrit Apple.

macOS Mojave aðgengilegt öllum sem hafa áhuga

macOS Mojave aðgengilegt öllum sem hafa áhuga

Er lyklaborðið á MacBook Pro vélinni þinni gallað?

Er lyklaborðið á MacBook Pro vélinni þinni gallað?