macOS Mojave aðgengilegt öllum sem hafa áhuga

macOS Mojave aðgengilegt öllum sem hafa áhuga

Nýjasta stýrikerfi Apple, macOS Mojave, er nú aðgengilegt öllum sem vilja prófa en það borgar sig að benda á að þetta stýrikerfi er langt frá því að vera fullbúið. Það eru nokkrir böggar sem fólk þarf að lifa við en t.d. hökta Adobe forrit stundum en flest annað virkar bara nokkuð vel.

Mojave er komið í svokallað Public Beta og geta allir farið á www.beta.apple.com og skráð sig þar til að geta sett upp Mojave. Það eru margir frábærir kostir komnir inn en t.d. er "Dark mode" að gera gott mót en þá verða allar valmyndir dökkar. Þetta á að setja fókus notenda meira við vinnuna í forritunum en gera forritið sjálft minna áberandi. 

Þá er "Stacks" á skjáborðinu skemmtilegur kostur en þá tekur hann alla samskonar skrár og setur saman í pakka og þú getur smellt á pakkann til að sjá innihaldið. Þá eru t.d. ekki 20 PDF skjöl útum allt á skjáborðinu en þau eru þá undir einum "Stack" og opnanleg þaðan.

Einn fítus er snilld en það er hægt að stilla það þannig að skjámyndin dökknar þegar líða tekur á daginn og þá geturðu fylgst með hvaða tíma dags þú ert að vinna á - sérstaklega ef þú gleymir þér í vinnunni. 

Það er margt annað sem benda má á en hér að neðan er myndband með 50 skemmtilegum fítusum. 

Kassinn.net setti upp Mojave og hingað til hefur ekkert klikkað - nema einstaka hökt sem hefur svo lagast. 

Netflix hækkar verðin á 4K/UHD áskriftum

Netflix hækkar verðin á 4K/UHD áskriftum

Apple endurhannar Maps frá grunni

Apple endurhannar Maps frá grunni