Fortnite hefur rakað inn yfir milljarði dollara

Fortnite hefur rakað inn yfir milljarði dollara

Leikurinn Fortnite er á góðri leið með að vera sá leikur sem hefur halað inn hvað mestum tekjum en hann hefur halað inn yfir milljarði dollara í gegnum "In game purchase" en það er það sem hægt er að kaupa þegar leikurinn er spilaður, t.d. vopn, klæðnað, dansa! eða annað slíkt.

Leikurinn sjálfur kostar ekkert en tekjurnar af leiknum eru í gegnum kaup spilara í leiknum sjálfum. Fortnite er eins og sést gríðarlega vinsæll en hann er bannaður innan 12 ára en líklega er ekki almennt farið eftir því banni. Í leiknum ferðastu á átakasvæði og reynir að ná þeim á þitt vald með aðstoð annarra spilara sem tengjast saman í gegnum netið. 

Fortnite er þegar orðinn vinsælasti leikurinn á snjalltæki í sögunni en hann hefur rakað inn yfir 100 milljón dollurum á iOS stýrikerfinu fyrir fyrirtækið Epic sem framleiðir leikinn. Þetta er eitthvað sem t.d. Apple er alls ekki ósátt við en Apple fær um 30% af sölunni eða þá 30 milljón dollurum - fyrir það eitt að leyfa leiknum að vera á App-Store.

Instagram lætur vita þegar vinirnir eru tengdir

Instagram lætur vita þegar vinirnir eru tengdir

Microsoft einbeitir sér að Android og iOS

Microsoft einbeitir sér að Android og iOS