Fujifilm XF 10 er fyrir þá sem vilja lítinn farangur

Fujifilm XF 10 er fyrir þá sem vilja lítinn farangur

Fujifilm var að henda nýrri vél á markaðinn en XF 10 kom nýverið og er þessi vél einskonar litli bróðir X100F sem hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal ljósmyndara sem vilja ekki burðast með margar linsur og aukahluti.

XF 10 er smávél sem gott er að ferðast með en hún er með 18,5mm linsu sem er með 2.8 ljósop sem er ansi gott. Þar sem vélin er með APS myndflögu þá er linsan 28mm miðað við "full frame" vélar.

Vélin er með snertiskjá en mörgum fannst  það vanta á X100F en búist er við að næsta X100 verði komin með snertiskjá og fleiri kosti sem nú má finna á vélum frá Canon, Leica og Sony.

Vélin tekur upp 4K myndbönd og svo filmueftirhermurnar þar sem hægt er að velja allskonar Fuji-filmur til að fá blæbrigðin sem viðkomandi filmur buðu uppá. 

Vélin fæst í kampavíns gylltu og svörtu sem er alltaf klassískt.

Vélin kostar 499 dollara í B&H í Bandaríkjunum en hún er væntanleg til Íslands á næstunni.

Apple lagar bögginn í nýju MacBook Pro með hugbúnaðaruppfærslu

Apple lagar bögginn í nýju MacBook Pro með hugbúnaðaruppfærslu

Leica með nýja smámyndavél

Leica með nýja smámyndavél