Leica með nýja smámyndavél

Leica með nýja smámyndavél

Leica kynnti til sögunnar í vikunni nýja smámyndavél sem ber nafnið Leica C-Lux. Vélin er ætluð þeim markhópi sem vilja Leicu-gæðin án þess að verða gjaldþrota en Leica er þekkt fyrir góð gæði sem skiljanlega kosta allmikla peninga.

Vélin er með frábærri alhliða linsu sem er 24-360mm sem telst ansi gott fyrir svona vél. Ljósið er reyndar 3,3-6,4 enda er ekki hægt að setja svo fjölhæfa linsu á smámyndavél og ætla að halda ljósopinu stóru.

Það er 20.1MP MOS myndflaga í vélinni sem býður uppá að taka upp 4K myndbönd. Vélin er með flestum nútíma kostum þegar kemur að tæknimálum en auðvelt er að tengja vélina við símann til að deila myndum af kaffihúsinu. Vélin fæst í tveimur litum, miðnæturbláaum og ljós gylltum (sjá myndir).

Vélin kostar um 1100 dollara í Bandaríkjunum en hún er sem stendur fáanleg í Leica-búðum en er sögð væntanleg hjá öðrum búðum eins og B&H.

Fujifilm XF 10 er fyrir þá sem vilja lítinn farangur

Fujifilm XF 10 er fyrir þá sem vilja lítinn farangur

Instagram lætur vita þegar vinirnir eru tengdir

Instagram lætur vita þegar vinirnir eru tengdir