Apple lagar bögginn í nýju MacBook Pro með hugbúnaðaruppfærslu

Apple lagar bögginn í nýju MacBook Pro með hugbúnaðaruppfærslu

Það voru varla liðnir nema nokkrir dagar frá því að Apple setti á sölu uppfærðar MacBook Pro vélar að notendur bentu á að vélarnar höguðu sér illa undir álagi og jafnvel eldri týpur af MacBook Pro voru að standa sig betur en þær nýju. 

Apple uppfærði vélarnar ansi veglega með nýjum örgjörva og annarskonar innra minni en var áður. En þegar vélarnar voru settar í þunga vinnslu eins og að "rendera" eða "exporta" t.d. myndböndum þá hægði verulega á þeim. Líklega var þetta reyndar bara vörn til að örgjörvinn myndi ekki ofhitna og eyðileggja þá móðurborð vélarinnar - sem er skiljanlegt. En Apple sagði strax að ekki væri allt með felldu og voru eigendur þessara véla að vona að ekki væri um vélbúnaðargalla sem myndi kalla á útskiptingu á vélunum.

Apple sendi í vikunni frá sér uppfærslu á stýrikerfinu sem lagar þennan hvimleiða galla og núna er vélin töluvert öflugri og hitnar ekki mikið eða slíkt. Sem er væntanlega léttir fyrir eigendur. Ekki hefur komið út hvað Apple lagaði beinlínis en líklega hefur hitastýringin og eitthvað tengt henni verið lagfært - það mun koma í ljós.

En í það minnsta er búið að laga þennan "bögg" og þurfa þeir sem kaupa vélarnar á Íslandi ekki að hafa áhyggjur af þessu. Fyrstu vélarnar með íslensku lyklaborði koma á næstu vikum en það er vert að minnast á að það er einmitt búið að breyta hönnuninni á lyklaborðunum til að koma í veg fyrir að hnappar festist eða verði stífir.

Hægt er að forpanta vélarnar hjá Epli.is og Macland

Næsti iPhone verður væntanlega með tvö símkort

Næsti iPhone verður væntanlega með tvö símkort

Fujifilm XF 10 er fyrir þá sem vilja lítinn farangur

Fujifilm XF 10 er fyrir þá sem vilja lítinn farangur