BETA I Photos færir macOS nær alvöru myndvinnsluforritum 

BETA I Photos færir macOS nær alvöru myndvinnsluforritum 

macOS Mojave, nýjasta stýrikerfi Apple, er orðið aðgengilegt öllum sem vilja prófa en stýrikerfið er í svokallaðri betu eða forútgáfu sem er ekki endanleg. Mörg forrit virka ekki vel, hökta eða virka alls ekki og því er það undir hverjum og einum komið hvort hann vilji hoppa í djúpu BETA laugina.

En Kassinn.net er auðvitað að nota iOS 12 betu og núna macOS Mojave og eru allskonar frábærir kostir við bæði stýrikerfin. Eitt sem vert er að minnast á er Photos sem tók við af iPhoto. Photos er orðið fullorðið forrit sem getur gert ansi margt af því sem t.d. Adobe Photoshop gerir. Þá er samtengingin milli iOS og Mojave orðin frábær.

Það sem við gerðum er að opna á "My Photo Stream" á símanum sem er með iOS 12 uppsett og macOS Mojave á MacBook Pro. Með þessu þá eru allar myndirnar aðgengilegar á báðum tækjum en seinasti mánuður eða allt að 1000 myndir fara þá í tækin. Þetta tekur því ekki pláss af iCloud áskriftinni og dugar yfirleitt þeim sem vilja komast í myndirnar t.d. í tölvunni án þess að nota Airdrop eða senda á milli á annan hátt. 

Í Photos geturðu svo skoðað myndir, flokkað, vistað niður eða átt við og deilt hvar sem er. Í fljótu bragði getur Photos séð um alla myndvinnslu, allt frá því að skera myndir til og litgreina, taka út rauð augu og nánast allt annað. meira að segja fítusar sem atvinnumenn þekkja úr forritum sem keypt eru með áskrift eins og Photoshop eða Lightroom eru í Photos - sem er satt að segja magnað.

Það er greinilegt að Apple er að horfa til breiðari hóps með því að setja þessa kosti inn. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að gleyma fagfólki með því að taka út úr stýrikerfunum margt sem höfðaði til þessa hóps og einblína meira á hinn almenna notanda. Photos er risastökk, afturábak, í að halda fagfólki ánægðu.

Það er margt sem á eftir að fínpússa í Mojave og iOS 12 - en byrjunin lofar allavega góðu!

Twitter er búið að loka yfir 70 milljón "notendum"

Twitter er búið að loka yfir 70 milljón "notendum"

Netflix hækkar verðin á 4K/UHD áskriftum

Netflix hækkar verðin á 4K/UHD áskriftum