Netflix hækkar verðin á 4K/UHD áskriftum

Netflix hækkar verðin á 4K/UHD áskriftum

Sjónvarpsveitan Netflix mun á næstunni hækka verðin á pökkum sem bjóða upp á 4K eða UHD útsendingu. Verðið núna er um 15 dollarar á mánuði en sá pakki hefur hingað til boðið upp á 4 tengd tæki á sama tíma og 4K útsendingu en fer í 2 tengingar í einu.

Nýi pakkinn kallast Netflix Ultra en í honum geturðu streymt á 4 tæki í einu og fengið 4K og UHD útsendingu. Þessi pakki mun kosta um 20 dollara en Netflix hefur verið gagnrýnt fyrir að hækka verðin en í október hækkuðu verðin hjá sjónvarpsveitunni.

Þetta er ekki komið út um allan heim og spurning hvar verðin hækka fyrst - það væri alveg eftir öllu að Ísland væri eitt af löndunum þar sem verðin myndu hækka - en við erum svo sem vön því.

BETA I Photos færir macOS nær alvöru myndvinnsluforritum 

BETA I Photos færir macOS nær alvöru myndvinnsluforritum 

macOS Mojave aðgengilegt öllum sem hafa áhuga

macOS Mojave aðgengilegt öllum sem hafa áhuga