Apple skjáir væntanlegir á næstunni

Apple skjáir væntanlegir á næstunni

Fregnir úr herbúðum Apple herma að loksins séu að koma skjáir sem framleiddir eru af fyrirtækinu. Það er langt síðan Apple hætti framleiðslu á Thunderbolt-skjánum og undanfarið hefur Apple selt skjái frá öðrum eða mælt með tilteknum tegundum - sem sumum hefur fundist frekar ólíkt Apple.

Nú virðist aftur vera að koma skjáir sem verða 8K og verða hannaðir með þarfir Apple-notenda í huga. T.d. verður hægt að hlaða MacBook Pro með USB-C tengingu en margir af skjáum sem Apple hefur selt hafa ekki getað hlaðið vélarnar meðan þær eru notaðar sem og hafa margir Apple-notendur kvartað yfir hvernig Apple vélbúnaður vinnur með skjáum annarra framleiðanda. Upplausnin verður ekkert slor í 8K eða 7680×4320 sem verður að teljast ansi gott. 

Vonir standa til að skjáirnir komi í lok árs 2018 en líklegra er að það verði á næsta ári enda munu skjáirnir koma á sama tíma og ný Mac Pro verður kynn til sögunnar.

Fjölhæf þráðlaus hleðslustöð fáanleg í Macland

Fjölhæf þráðlaus hleðslustöð fáanleg í Macland

Næsti iPhone verður væntanlega með tvö símkort

Næsti iPhone verður væntanlega með tvö símkort