Næsti iPhone verður væntanlega með tvö símkort

Næsti iPhone verður væntanlega með tvö símkort

iOS 12 kemur út í haust en nú þegar eru um 4 milljónir notenda með stýrikerfið í svokallaðri "beta" útgáfu sem er forútgáfa af stýrikerfinu. Það er ekki mikið mál í dag að fá betuna á símann en "Public Beta" er aðgengilegt öllum sem hafa áhuga á að prófa stýrikerfið áður en það kemur út fyrir alla.

Það er eitt og annað sem má finna í nýjustu útgáfunni af Beta sem kom út í vikunni en t.d. tóku notendur eftir að Airpods eru að koma fyrir þráðlausa hleðslu en ansi margir hafa beðið eftir þessum kosti sem nú er að finna í iPhone X og iPhone 8. 

Þá virðist næsti iPhone vera með valkost á tvö símkort og geta þá notað sama síma fyrir t.d. vinnuna og einkalífið en þá geturðu t.d. slökkt á vinnusímanum um helgar og kvöldin án þess að vera með tvo síma.

Það er margt annað sem finna má í iOS 12 en eitt er "Screen time" sem er öflugt verkfæri fyrir foreldra en þetta takmarkar tíma sem börn geta verið í snjalltækinu. Þetta er eitt stærsta vandamálið með snjalltækin, þ.e. að börn og unglingar verði háð tækjunum sem getur endað með ósköpum.

Apple skjáir væntanlegir á næstunni

Apple skjáir væntanlegir á næstunni

Apple lagar bögginn í nýju MacBook Pro með hugbúnaðaruppfærslu

Apple lagar bögginn í nýju MacBook Pro með hugbúnaðaruppfærslu