Galaxy S9 sagður kraftminni en iPhone X

Galaxy S9 sagður kraftminni en iPhone X

Það er ekki langt síðan Samsung kynnti til sögunnar Galaxy S9 sem er nýjast flaggskip farsímarisans. Auðvitað eru Samsung og Apple byrjuð að skjóta á hvort annað, þá helst Samsung sem hefur verið iðið við að senda frá sér auglýsingar þar sem gert er grín að iPhone og eiginleikar Galaxy eru dásamaðir.

Nýjustu fregnir herma að þrátt fyrir að Galaxy S9 sé nýtt tæki þá sé hann ekki að sýna fram á meiri kraft en iPhone X sem var kynntur í nóvember 2017. Þvert á móti sýna mælingar að iPhone sé kraftmeiri ef eitthvað er.

Galaxy S9 er með Samsung Exynos 9 Octa 9810 örgjörvanum en Apple er með Apple A11 Bionic örgjörva sem virðist geta keyrt þung forrit betur. Það er samt ekki allt sem sýnist en lokaða stýrikerfið hjá Apple, iOS, gefur t.d. notendum ekki eins mikinn aðgang í vélbúnaðinn og því er líklega auðveldara fyrir Apple að hindra að forrit sem éta upp kraftinn komist í símann.

Galaxy S9 er samt með ótal valkostum sem sárlega vantar í iPhone, eins og tvö símakort, meira minni og Super Amoled skjá sem er með betri upplausn en iPhone notar. 

Það styttist reyndar í að Apple kynni til sögunnar næstu síma og sögusagnir eru um að einhverjar breytingar verði á símanum, annað en bara að stækka minnið og skella í símann nýjum örgjörva.

GoodNotes 4 er stílabók nútímans (ef þú átt iPad)

GoodNotes 4 er stílabók nútímans (ef þú átt iPad)

Leica er ekki endilega Leica

Leica er ekki endilega Leica