GoodNotes 4 er stílabók nútímans (ef þú átt iPad)

GoodNotes 4 er stílabók nútímans (ef þú átt iPad)

Það eru ansi margir sem eiga iPad eða sambærileg snjalltæki en eru ekki að nota þau á eins marga vegu og þau bjóða uppá. Eitt smáforrit eða app sem til er og virkar einstaklega vel á iPad og Apple penna er GoodNotes 4 en það gerir iPadinn að stílabók nútímans.

Forritið er einfalt en þar er hægt að setja upp stílabækur með mismunandi útliti og meira að setja er hægt að upp tegund af blaðsíðu, rúðustrikaða, tóma og jafnvel áferð á pappírnum. Svo geturðu notað mismunandi penna, liti og aðra hluti til að hafa útlitið eins og þú vilt. Það er ekkert mál að setja inn myndir þar sem skrifa má inn upplýsingar eða annað sem má svo deila með öðrum t.d. með því að senda út PDF eða í öðrum skráarsniðum. 

Það er líka einn kostur sem námsmenn geta nýtt sér en það er hægt að flytja inn eða "import" t.d. heilli skólabók og svo er hægt að nota Good Note 4 til að skrifa inn í bókina glósur og teikna inn skýringar. Sem er mikil snilld.

Að auki er hægt að taka afrit af öllu á iCloud eða önnur skráarsvæði eins og Dropbox þannig að þú tapar ekki öllum gögnunum þó iPadinn týnist eða hann krassar.

Endilega kynnið ykkur Good Note 4 ef þið eruð með iPad og Apple penna - þið snúið ekki tilbaka!

Hér að neðan er flott myndband sem sýnir GoodNotes 4 í noktun.

Samsung gripið með buxurnar á hælunum

Samsung gripið með buxurnar á hælunum

Galaxy S9 sagður kraftminni en iPhone X

Galaxy S9 sagður kraftminni en iPhone X