Samsung gripið með buxurnar á hælunum

Samsung gripið með buxurnar á hælunum

Símaframleiðandinn Samsung var heldur betur gripinn með buxurnar á hælunum nýlega þegar Samsung í Brasilíu birti mynd sem dásamaði myndgæðin úr Samsung A8 símanum. Myndin var alls ekki úr Samsung síma heldur keypt af myndabanka og líklega tekinn með dýrri atvinnumanna-myndavél.

Samsung hefur verið duglegt við að gera grín að Apple og dásama sínar vörur í leiðinni. Apple hefur verið duglegt við að nota myndir sem notendur iPhone-síma hafa tekið í sitt markaðsefni og keypt mikið af myndum frá iPhone-notendum. Myndirnar hafa sannanlega verið teknar með iPhone og hefur Apple ekki notað myndir úr myndabönkum við slíkar auglýsingar.

Það var notandi á Twitter sem benti á þetta en hann fann myndina sem var notuð á Gettys myndabankanum en myndin hafði verið unnin talsvert mikið. Samsung eyddi tístinu með myndinni eftir ábendinguna og játaði meira að segja að það hafi notað mynd sem var úr myndabanka - slíkt sé oft gert. En það var ekki nóg, fleiri færslur hafa fundist frá Samsung þar sem talað er um gæði myndavélanna sem eru í Samsung-símum og myndir birtar sem eiga að vera úr símanum - en myndirnar hafa verið frá Gettys - teknar af atvinnuljósmyndurum.

Samsung ætti kannski að hætta að skjóta á samkeppnisaðila sinn og huga betur að eigin markaðssetningu? 

Leica verslunin í Miami með Íslandsmyndir á Instagram

Leica verslunin í Miami með Íslandsmyndir á Instagram

GoodNotes 4 er stílabók nútímans (ef þú átt iPad)

GoodNotes 4 er stílabók nútímans (ef þú átt iPad)