Leica verslunin í Miami með Íslandsmyndir á Instagram
Fyrirsögnin á þessari frétt segir eiginlega allt sem þarf að koma fram en við tókum eftir því að Leica Store Miami á Instagram er að birta í Instagram Story myndir frá Íslandi sem eru teknar með Leicu-myndavélum.
Það er alltaf gaman að sjá fallegar myndir úr íslenskri náttúru en í Instagram Sögunni koma nokkrar myndir á dag frá ljósmyndurum á vegum Leica sem eru teknar á Íslandi.
Það kemur ekki fram hvaða ljósmyndarar þetta eru en meðal ljósmyndara sem hafa verið á vegum Leica eru meðal annars Ragnar Axelsson og Páll Stefánsson.
