Leica kynnir M10-P - Merkislausa!

Leica kynnir M10-P - Merkislausa!

Þýski myndavélaframleiðandinn Leica hefur kynnt nýjustu vélina sína sem ber týpuheitið M10-P. Þessi vél er með skiptanlegum linsum og er svipað spekkuð og Leica Q vélin sem margir eru ástfangnir af. Það er samt merkilegt við vélina að "L" merkið rauða sem margir kannast við er alls ekki á vélinni - og það eru tíðindi.

Vélin er 24MP og með "full frame" myndflögu þannig að allar linsur halda réttu sjónarhorni. Það er kominn snertiskjár aftan á vélina sem er sannarlega til að gera notkun þægilegri. Æ fleiri myndavélaframleiðendur eru farnir að setja snertiskjái á myndavélar en það gerir það að verkum að t.d. þeir sem nota síma mikið venjast fyrr að nota snertiskjáina á myndavélunum.

Screenshot 2018-08-22 at 15.47.10.jpg

M10-P er með öllum helstu nútímaþægindum eins og þráðlausa tengingu en Leica hefur mikið kynnt vélina sem hljóðlátustu vélina hingað til frá fyrirtækinu. Það og að ekkert áberandi "L" merki sé framan á vélinni á að gera hana enn betri til að taka myndir án þess að fólk taki eftir því en t.a.m. er strætisljósmyndun eða "street photography" beinlínis háð að ekki sé mikið tekið eftir ljósmyndaranum.

Vélin tekur allar helstu Leica linsur og því má endalaust eyða peningum í linsur eftir að vélin er keypt. Vélin sjálf er ekki beint ódýr en hún kostar um 8000 dollara sem væri rúm milljón á Íslandi. Ætli Leica taki Netgíró?

Nova setur sjónvarps-app í loftið

Nova setur sjónvarps-app í loftið

Leica verslunin í Miami með Íslandsmyndir á Instagram

Leica verslunin í Miami með Íslandsmyndir á Instagram