Apple Watch 4 - Stærra og betra (og eins og búist var við)

Apple Watch 4 - Stærra og betra (og eins og búist var við)

Það styttist í að nýir iPhone símar og Apple Watch 4 verði kynnt hjá Apple og nú þegar eru upplýsingar um Apple Watch 4 farnar að leka út - sem er líklega með vilja gert af Apple til að fá umfjöllun um vöruna áður en hún kemur út.

Apple Watch 4 virðist vera með stærri skjá en þeir sem hafa rýnt í myndirnar sem láku út sjá að skjárinn er um 15% stærri en á Apple Watch 3. Skjárinn nær einnig utar sem þýðir að hægt sé að setja meiri upplýsingar á skjáinn fyrir notendur. 

Þá er gat á milli "trekkjarans" og takkans á hliðinni sem er líklega hljóðnemi sem gerir úrið betra í notkun fyrir Facetime og einnig bara að nota sem síma.

Þetta kemur allt í ljós þann 12. september þegar Apple kynnir nýju græjurnar en þar verður einnig næsti iPhone kynntur og við munum fjalla sérstaklega um það á næstu dögum.

iOS 12 - Beta 12 komin út sem lagar "pop up" vandann

iOS 12 - Beta 12 komin út sem lagar "pop up" vandann

iOS 12 - "Pop up" gluggi er að gera notendur geðveika (skítaredding í boði)

iOS 12 - "Pop up" gluggi er að gera notendur geðveika (skítaredding í boði)