iOS 12 - "Pop up" gluggi er að gera notendur geðveika (skítaredding í boði)

iOS 12 - "Pop up" gluggi er að gera notendur geðveika (skítaredding í boði)

Þau ykkar sem eru að nota iOS 12 beta hugbúnaðinn eru komin langleiðina með að henda símunum í sjóinn eftir að svokallaðir "pop up" gluggar birtast núna alltaf þegar síminn er opnaður. Þar stendur að það sé komin ný útgáfa af iOS 12 Beta en vandinn er sá að það er alls ekki raunin.

Margir hafa kvartað yfir þessu og enda þarf að afhaka þetta af skjánum í hvert sinn sem hann er opnaður. Það er leið framhjá þessu sem er að breyta dagsetningunni í 27. ágúst en þá var þetta ekki byrjað að birtast á símanum. 

Það verður þó að teljast líklegt að Apple sendi uppfærslu í dag eða á mánudaginn sem lagar þennan galla - svona áður en beta-nördarnir fá flog yfir þessu veseni - eins og við á Kassinn.net.

Apple Watch 4 - Stærra og betra (og eins og búist var við)

Apple Watch 4 - Stærra og betra (og eins og búist var við)

Nova setur sjónvarps-app í loftið

Nova setur sjónvarps-app í loftið