Leica er ekki endilega Leica

Leica er ekki endilega Leica

Við fjölluðum um Leicu C-LUX á dögunum en það er ný smámyndavél sem þýski myndavélaframleiðandinn Leica kynnti nýverið og hefur fengið góða dóma. Um er að ræða frábæran ferðafélaga en vélin er lítil en með öfluga linsu og því er vélin góð við fjölbreyttar aðstæður.

Hinsvegar er nokkuð langt frá því að Leica hafi hannað C-LUX myndavélina en Panasonic á heiðurinn af því. Panasonic Lumix TZ200 er nákvæmlega sama vél og Leica CL en Leica hefur lengi verið í samstarfi við Panasonic með smámyndavélar. Leica leggur þá til linsuna sem notuð er en Panasonic vélbúnaðinn sem knýr vélina áfram.

Stýrikerfi vélanna er svipað en Leica setur sitt útlit á valmyndir og annað, með sínu letri og svo auðvitað færðu "L" merkið á vélina. 

Það er auðvitað gaman að eiga Leicu en ef þú vilt spara þér um 30% af verðinu þá geturðu allt eins keypt TZ200 en hún kostar um 750 dollara en Leica C-LUX kostar 1000-1100 dollara. C-LUX er aðeins nýrri vél og því má vera að hugbúnaðurinn sé eitthvað betri enda betri - enda nýrri en helsti munurinn er útlitslegur.

En það er helv. svalt að vera með "L" samt - kannski alveg þess virði. 

Galaxy S9 sagður kraftminni en iPhone X

Galaxy S9 sagður kraftminni en iPhone X

Newton Mail slekkur á þjónustunni

Newton Mail slekkur á þjónustunni