Hræringar á auglýsingamarkaðnum

Hræringar á auglýsingamarkaðnum

Það er ekki hægt að segja að það sé rólegt yfir auglýsingamarkaðnum þessa daganna. Það líður varla sá dagur að fréttir koma um breytingar, yfirtökur og nýjar auglýsingastofur.

KIWI er markaðsstofa sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu en markaðsstofan er byggð á framleiðslufyrirtækinu Eventa Films sem hefur verið starfrækt í fjölda ára. KIWI hefur frá stofnun veitt sérfræðiþjónustu varðandi stafræna markaðssetningu eins og birtingar á Google, Facebook og Instagram. En fyrirtækið sér einnig um alla hefðbundna auglýsingagerð sem og framleiðslu. 

Pipar/TBWA keypti á dögunum stafrænu markaðsstofuna The Engine og mun hluti starfsfólks The Engine færast yfir á Pipar. The Engine hefur verið öflugt í leitarvélabestun en hluti af starfsfólki The Engine hætti ekki alls fyrir löngu og stofnaði Svartagaldur sem er stafræn auglýsingastofa.

Þá hefur Peel verið opnað en einn eigenda Peel er Egill Þórðarson sem var titlaður "head of digital media" hjá Íslensku auglýsingastofunni. Peel er stafræn auglýsingastofa sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Af Íslensku auglýsingastofunni er það helst að frétta að stofan er að flytja af Laufásvegi þar sem auglýsingastofan hefur verið til langs tíma en þau flytja á Bræðraborgarstíginn - í húsið þar sem bókaútgáfan Iðunn var eitt sinn.

Er spegilmyndavélin dauð?

Er spegilmyndavélin dauð?

Sagan á bakvið myndina: "The People Around Me"

Sagan á bakvið myndina: "The People Around Me"