Er spegilmyndavélin dauð?

Er spegilmyndavélin dauð?

Allir helstu myndavélaframleiðendur heims hafa undanfarið keppst við að kynna til sögunnar spegillausar myndavélar en sú nýjasta er Canon R en sú vél er eins og SLR (Single Lens Reflex) vélarnar og svo virðist sem það styttist í endalok myndavéla sem eru með spegil eða SLR-véla. Ástæðan er einföld.

Vélar með spegli eru með það flækjustig að þurfa að koma speglinum í burtu áður en myndin er tekin. Við þetta skapast hristingur í vélinni og auðvitað býður þetta upp á að vélarnar bili - enda er þetta vélbúnaður sem þarf að þola mikið álag.

Á nýju vélunum sem hafa verið kynntar er ekki spegill sem fer frá áður en lokarinn opnast til að lýsa myndflöguna. Nú er einungis lokari sem opnast og lokast á örskotsstundu. Þetta þýðir að myndavélin losnar við vélbúnað, sem ekki bara léttir hana heldur gerir hana fljótari að vinna.

Í dag eru skjáir á vélunum orðnir mjög góðir og því er ekki þörf á að hafa spegil til að horfa í gegnum, þetta var vesen ekki alls fyrir löngu þegar skjáirnir í vélunum áttu til að hökta og upplausnin var alls ekki góð. Nú eru breyttir tímar og þetta er að verða enn betra með hverri nýrri vél. Sumir, eins og Fujifilm, hafa notað svokallaða Hybrid-skjái sem blandar saman því sem sést í gegnum "viewfinder" á vélinni og tölvuskjá. Flestir eru farnir að reiða sig alfarið á innbyggða "viewfinder" skjái og það er líklega það sem koma skal.

Það er því líklegt að flestir myndavélaframleiðendur fari smám saman að færa sig alfarið í spegillausar vélar. Í það minnsta verður meiri áhersla lögð á að betrumbæta þá tækni á kostnað SLR-véla. Þetta mun taka einhvern tíma en líklega gerist svipað og þegar filman dó - það tók einhvern tíma og sumir voru efins um að það myndi gerast, en það gerðist - svona að mestu leyti.

Ken Rockwell skrifar mikið um myndavélar á netinu og er oft naskur á að spá fyrir um framtíðina. Hann vill meina að það styttist í endalokin fyrir SLR-myndavélar.

Screenshot 2018-09-11 at 13.50.52.jpg

Jarðarförin verður auglýst síðar.

Vondi kallinn úr Casino Royal væntanlegur til landsins

Vondi kallinn úr Casino Royal væntanlegur til landsins

Hræringar á auglýsingamarkaðnum

Hræringar á auglýsingamarkaðnum