Apple kynnir nýjar græjur til sögunnar í dag - Hvað er að koma?

Apple kynnir nýjar græjur til sögunnar í dag - Hvað er að koma?

Það eru margir spenntir eftir Apple-kynningunni sem er klukkan 17:00 en hægt er að fylgjast með kynningunni á vef Apple en einnig verður kynningin í beinni á Twitter á vegum Apple sem er nýlunda.

Það er vitað að iPhone XS er að koma en hann mun væntanlega koma í stað Plus símanna sem eru núna í öðrum iPhone línum eins og iPhone 8 Plus. Það er einnig búist við að það komi ódýrari iPhone sem mun koma í stað iPhone 8 og 8 Plus. Þessi sími verður nýr hjá Apple og á að brúa bilið frá dýrari iPhone símum en gert er ráð fyrir að iPhone XS komi til með að kosta frá 1199 dollara.

Það er vitað að Apple Watch 4 kemur en myndir af úrinu hafa birst á netinu. Úrið verður í sama útliti ef marka má slúðrið á netinu en það er ekki útilokað að Apple komi með nýtt útlit á útlitinu - þá kringlótt eins og Samsung og fleiri selja.

iPad og iPad Pro eru sagðir fá yfirhalningu en fregnir herma að þeir verði eins og iPhone X hvað skjáinn varðar, þ.e. að skjárinn teygist yfir umgjörð símans. Spurningin er hvort það verðir litla hakið eða "notch" efst á græjunni - það kemur í ljós í dag.

Það er ólíklegt að AirPods 2 komi í dag en líklega kemur loksins þráðlaus hleðsluhylki fyrir AirPods og þá hleðslustöð sem hleður AirPods, símann og úrið saman.

Að lokum er möguleiki að Apple kynni uppfærða MacBook Air undir lokin en vélin hefur ekki fengið eins mikla athygli og MacBook Pro að undanförnu.

Kynningin er klukkan 17:00 í dag og það má horfa á hana beint með því að smella hérna.

Apple Watch 4 stal senunni

Apple Watch 4 stal senunni

Vondi kallinn úr Casino Royal væntanlegur til landsins

Vondi kallinn úr Casino Royal væntanlegur til landsins