Apple Watch 4 stal senunni

Apple Watch 4 stal senunni

Apple kynnti í dag til sögunnar nýjar græjur og verður að játast að kynningin hefur oft verið meira spennandi en sú sem Apple bauð uppá. það var svo sem vitað að mestu hvað yrði kynnt en það var Apple Watch 4 sem var sigurvegari dagsins.

Apple Watch 4 er frábær uppfærsla en það er t.d. komið með alvöru hjarta-mælingar tækni sem getur sagt til um hvort fólk sé að glíma við hjartavandmál. Formaður bandarísku hjartaverndarsamtakanna (og hjartalæknir) tók sviðið í kynningunni og sagði að Apple væri að nýta tæknina í botn með þessari uppfærslu og úrið gæti gert verulegt gagn þegar kemur að hjartakvillum.

Fleira áhugavert má finna í nýjustu útgáfunni af Apple Watch en t.d. er "fall detector" sem greinir ef notandinn dettur og getur þá gert hjálparaðilum viðvart ef viðkomandi er t.d. hreyfingarlaus í einhvern tíma. Fall er algengasta slysaorsökin í Bandaríkjunum og getur þetta tryggt það að hjálp berist fyrr en ella og mögulega bjargast mannslíf með því.

Útlitslega er búið að gera það þynnra en samt með stærri skjá og enn betri hátalara.

Úrið kemur í verslanir þann 21. september en hægt er að panta það hjá Apple frá n.k. föstudegi.

iPhone Xs er ágæt uppfærsla - en ekki stórfengleg

iPhone Xs er ágæt uppfærsla - en ekki stórfengleg

Apple kynnir nýjar græjur til sögunnar í dag - Hvað er að koma?

Apple kynnir nýjar græjur til sögunnar í dag - Hvað er að koma?