iPhone Xs er ágæt uppfærsla - en ekki stórfengleg

iPhone Xs er ágæt uppfærsla - en ekki stórfengleg

Apple kynnti í dag nýju iPhone símanna en þrjár útgáfur voru kynntir til leiks sem eru ágætir sem slíkir. Það var samt ekkert WOW dæmi í gangi - bara fínar uppfærslur.

iPhone Xs er hefðbundna uppfærslan en síminn er með OLED skjá sem Apple segir þann besta sem hefur verið framleiddur en hann er 2436 x1125 pixla eða HDR og með "true black" tækni sem á að gefa einstaklega góða liti. Þetta er nú varla nýjung enda margir símar á markaðnum með afar góða skjái.

Stóru breytingarnar eru samt undir húddinu en Xs er með A12 Bionic örgjörvanum sem er mun öflugri en sá sem nú er í notkun en hann var hannaður sérstaklega fyrir iPhone síma. Myndavélin er orðin enn betri en hún er með 12mp myndavél að framan og aftan og því ættu sjálfurnar að vera stórkostlegar - ef þær voru það ekki fyrir. En málið er samt að myndavélin á X er meira en flestir þurfa og satt að segja nýta fæstir sér gæðin sem iPhone X býður upp á - það er því erfitt að sjá hverju enn betri myndavél breytir, nema hjá mjöööög áhugasömum myndasmiðum. Þá kemur síminn með allt að 512 GB minni sem er ansi veglegt - en varla mikil not fyrir það ennþá.

Að öðru leyti var síminn afar svipaður og núverandi iPhone X sem er langt frá því að vera búinn að glata æskuljóma sínum.

Það var einnig kynntur iPhone Xs Max sem er með stærri skjá eða 2688 x1242 pixla skjá sem er 6,5". Þetta er því einungis uppblásinn útgáfa af iPhone Xs (sem er með 5.8" skjá) eða fyrir þá sem vilja vera eins stóran skjá og hægt er. Litavalið er space gray, silfur og gylltur.

Þá var litli bróðir Xs og Xs Max kynntur til leiks en það er iPhone Xr sem er ódýrari útgáfa sem við nennum ekki að segja mikið frá en hann er með lakari myndavél, minni rafhlöðu en öfluga örgjörvanum. Ekkert sem við eyðum miklu púðri í að kynna.

Vitanlega eru nýju símarnir töluvert betri en forverar þeirra en þar sem við fórum í gegnum stórar breytingar með iPhone X þá er ekkert núna til að slefa yfir - við erum samt að sjálfsögðu komnir upp með kreditkortið og tilbúnir að strauja það þegar síminn lendir á Íslandi þann 28. september. iPhone Xr kemur svo í október.

Þá var að lokin tilkynnt að iOS 12 yrði aðgengilegt öllum þann 17. september og því ættu allir að kíkja á General - Software Update næsta mánudag - við mælum með þessari uppfærslu af stýrikerfinu.

Annað var ekki kynnt í dag en búist var við að iPad fengi yfirhalningu og jafnvel að AirPods 2 myndu kíkja á svæðið - af því varð ekki.'

Stóri dómur er því að kynningin var LALA og ekkert til að missa svefn yfir - en við gerum ráð fyrir að kaupa tækin fyrr en síðar - svo kræf er Apple veikin.

Sennheiser á "True Wireless" markaðinn

Sennheiser á "True Wireless" markaðinn

Apple Watch 4 stal senunni

Apple Watch 4 stal senunni