Sennheiser á "True Wireless" markaðinn

Sennheiser á "True Wireless" markaðinn

Heyrnatólafyrirtækið Sennheiser er þekkt fyrir að framleiða fjári góð heyrnartól en Momentum heyrnartólin hafa fengið lofsamlega dóma og þykja með betri heyrnartólunum á markaðnum í dag. Nú er að koma nýtt barna í Momentum-fjölskylduna en True Wireless er væntanlegt í nóvember.

Momentum True Wireless eru heyrnartól sem tengjast við símann eða snjalltækið í gegnum BT tengingu og eru þau ekki tengd saman - heldur sitt í hvoru lagi en þau eru með innbyggðri rafhlöðu og því getur einn hátalari verið í eyranu og er algjörlega óháður hinum.

Þetta er sama tækni og mörg önnur fyrirtæki eru byrjuð með en t.d. hefur Bose selt mikið magn af SoundSport sem byggir á sömu tækni og True Wireless.

Sennheiser ætlar væntanlega ekki að gefa neitt eftir þegar kemur að hljómgæðum en True Wireless voru kynnt á IFA tæknisýningunni og verða þau fáanleg í október.

Hvíl í friði - AirPower

Hvíl í friði - AirPower

iPhone Xs er ágæt uppfærsla - en ekki stórfengleg

iPhone Xs er ágæt uppfærsla - en ekki stórfengleg