Hvíl í friði - AirPower

Hvíl í friði - AirPower

Það tóku allir eftir því á Apple-kynningunni að ekki var minnst einu orði á AirPower-hleðslugræjuna sem kynnt var til sögunnar fyrir um ári síðan. Það eru því margir búnir að spá að AirPower hugmyndin sé andvana fædd enda hefur Apple fjarlægt allt um græjuna á vef sínum.

Vandinn virðist vera tvíþættur. Sá fyrsti er að ekki hefur tekist að dempa hitann sem verður til ef þrjú tæki eru að hlaðast í einu. Hitinn er það mikill að tækið gæti jafnvel skapað eldhættu og eftir að Samsung þurfti að innkalla heila kynslóð síma útaf sjálfsíkveikju þá mun Apple ekki feta þá braut.

Hinn vandinn er að hvert þarf mismikla orku til að hlaðast. Það er því erfitt að hafa mottuna þannig að hvert tæki fái þann watt-fjölda sem það þarf án þess að allt kerfið ruglist. Það segir sig sjálft að rafhlaðan í iPhone er allt öðruvísi en rafhlaðan í Apple Watch eða AirPods - því þyrfti ansi öfluga hönnun til að hvert tæki fengi sína "réttu" hleðslu.

Það verður því að teljast líklegt að AirPower hugmyndin sé horfin og ólíklegt að Apple haldi áfram með hana nema Apple sé búið að bíta í sig að þetta verði að koma í hendur neytenda - sem er ólíklegt.

RIP

Kemur iPhone XR kannski ekki út eftir allt saman?

Kemur iPhone XR kannski ekki út eftir allt saman?

Sennheiser á "True Wireless" markaðinn

Sennheiser á "True Wireless" markaðinn